POLAR DISPLAY



Vefsíða verkefnis: polar-display.info

Lokaverkefni mitt í LHÍ var hönnun og forritun COLRv1-leturs. Kveikja letursins var rannsókn á afmyndun texta þegar hann er tekinn úr fókus og mörkum þess að stafir hætti að vera lesanlegir og verði að abstrakt formum.

Útkoman er jafnstafaletur teiknað eingöngu úr láréttum litastiglum (e. color gradients). Prjónatreflarnir sýna svo hvernig letrið má líka nota í raunheimi. Sjá má skann af hönnunargreiningu hér.