FARVEGIR OG FORM ‘22


Bókverkið er sjónræn framsetning á BA rannsóknum nemenda. Formin á kápunni eru blindþrykkt ofan í kápuna að framan – og svo út (eins og í gegnum bókina) að aftan. Í leiðinni skilja þau eftir sig far á prentuðum innsíðunum.

Ég, Hugi Ólafsson, Ninna Björk Ríkharðsdóttir, Vala Birna Árnadóttir og Völundur Hafstað Haraldsson hönnuðum bókina í sameiningu og þrykktum einnig kápurnar. Hlutverk mitt í hópnum snerist að týpógrafíu, hönnun kápu og innsíðna.